Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður í safnaðarheimili Neskirkju
sunnudaginn 23. október kl. 15:00
Sögumaður dagsins verður Jón Björn Sigtryggsson
Vestfirsku söngkonurnar Ásta Björg og Bergrós Halla taka lagið, en þær eru báðar í hljómsveitinni Hinemoa. Ásta Björg er frá Hanhóli í Bolungarvík og Bergrós Halla er dóttir Elínar Huldar og Tedda Þorsteins (Jóakimssonar).
Myndasýning frá „Púki Vestfjörð“
Kaffi og veitingar
Njótum þess að hittast og eiga góðan dag saman
Bestu kveðjur
Stjórnin
Ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson verður sjötugur á þessu ári (nánar tiltekið 21.nóvember) og verður þess minnst með flutningi verka hans á ýmsan hátt.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar heldur upp á afmælið með veglegum hætti á sumartónleikum safnsins þriðjudagskvöldið 26. júlí nk. þar sem sjö listamenn koma fram og flytja úrval einleiks- og kammerverka eftir Jónas. Tónleikarnir verða endurteknir í örlítið breyttu formi í tónlistarsalnum Hömrum á Ísafirði fimmtudagskvöldið 28. júlí.
Á dagskrá tónleikanna er lögð áhersla á fjölbreytni, að flytja einleiks- einsöngs- og dúóverk frá ýmsum tímum á tónskáldaferli Jónasar og að þau verði í styttri og aðgengilegri kantinum.
Flytjendur á tónleikunum eru allir tengdir tónskáldinu fjölskyldu- og/eða nánum vinaböndum og um leið mjög tengdir Ísafirði og Tónlistarskóla Ísafjarðar, en flestir hafa stundað þar nám um lengri eða skemmri tíma eða verið kennarar við skólann. Flytjendurnir eru: Söngkonurnar Herdís Anna Jónasdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, píanóleikararnir Anna Áslaug Ragnarsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Leon van Mil sem leikur á baritón saxófón.
Jónas er fæddur á Ísafirði og hefur búið og starfað á Ísafirði þar í meir en 40 ár, eða nánast samfellt frá árinu 1973 og hefur helgað starfsferil sinn ísfirsku tónlistarlífi að mestu leyti. Meðal annars hefur hann samið fjölda verka fyrir ísfirska tónlistarmenn, einleikara, einsöngvara, kóra, kammersveitir auk verka fyrir nemendur Tónlistarskólans. Hann stjórnaði Sunnukórnum um árabil, stofnaði Kammersveit Vestfjarða, og stýrði öflugu tónleikahaldi Tónlistarfélags Ísafjarðar í áratugi svo eftir var tekið um allt land. Hann kenndi flautuleik og tónfræðigreinar við Tónlistarskóla Ísafjarðar um áratuga skeið og eru margir nemendur hans starfandi listamenn í dag.
Jónas var fyrsti listamaðurinn sem ísafjarðarbær heiðraði sérstaklega með því að gera hann að bæjarlistamanni árið 2000.
Tónleikarnir í Reykjavík verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga þriðjudagskvöldið 26.júlí kl. 20:30 og í Hömrum á Ísafirði fimmtudagskvöldið 28.júlí kl. 20:00. Miðaverð er kr. 2.500, en kr. 1.500 fyrir eldri borgara, nemendur og öryrkja.
Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður haldin í Neskirkju sunnudaginn 22. maí n.k. klukkan 11:00. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur í Ísafjarðarkirkju ásamt sr. Skúla Sigurði Ólafssyni sóknarpresti í Neskirkju sjá um messuna. Boðið verði upp á súpu og brauð gegn vægu gjaldi eftir messu. Kirkjukór Ísfirðingafélagsins syngur. Áhugasamir sem og nýir kórfélagar eru hvattir til að hafa samband við Báru Elíasdóttur, baraella@gmail.com, sími 865-6374.
Í framhaldi af messunni verður svo haldinn aðalfundur Ísfirðingafélagsins skv. venju.
Sólarkaffið í ár heppnaðist einstaklega vel og menn skemmtu sér hið allra besta. Magga Geirs var ræðumaður kvöldsins og fór hreinlega á kostum svo gestir veltust um í hlátri þegar Magga færði okkur aftur til bernskunnar á einstaklega skemmtilegan, ljúfan og fyndinn hátt. Það var vel mætt bæði á skemmtunina sjálfa og svo bættust margir við á ballið. Þetta var einstakt kvöld og félagið vil þakka þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og að vera svona yndislegt fólk.
Geir Harðarson tók þessar frábæru myndir - smellið hér til að skoða myndirnar á Facebook síðu félagsins.
Til þeirra sem eiga eftir að kaupa miða á Sólarkaffið:
Hringdu í síma 895-2922 og pantaðu núna! Enn eru nokkrir miðar eftir í sölu og við viljum selja þá alla til að stemmingin verði sem best. Stefnir í frábæra skemmtun þann 29. jan 2016!!
Stjórnin
Við bendum á að forsala aðgöngumiða verður á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 16. janúar kl. 14:00 – 15:00. - pantanasíminn er 895-2922.
Miðaverð er 5000 Kr. fyrir allt kvöldið og 2500 Kr. fyrir ballið eingöngu. Mikil stemming er fyrir Sólarkaffinu í ár og betra að tryggja sér miða í tíma. Miðar á ballið eingöngu verða seldir á Sólarkaffinu sjálfu en ekki í forsölu.
Kv,
Stjórnin
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins árið 2016 verður haldið föstudaginn 29. janúar í hinum glæsilega veislusal Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. Húsið opnað kl. 19:30, borðhaldið hefst kl. 20:00, ballið hefst kl. 23:00. Veislustjóri: Rúnar Rafnsson, sölumaður og diskótekari (sonur Sigrúnar og Bjössa Charles).
Hljómsveitin Húsið á sléttunni, með Halldór Smárason og þá Olgeirs bræður úr Bolungarvík í framlínunni leikur fyrir dansi. Þeir félagar eru margrómaðir fyrir skemmtilega og hæfileikaríka spilamennsku. Ræðumaður kvöldsins verður Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, kórstjóri og söngkona með meiru.
Forsala aðgöngumiða verður á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 16. janúar kl. 14:00 – 15:00. Grand Hótel Reykjavík verður með tilboð á gistingu og Flugfélag Íslands verður með tilboð á flugi í tilefni af Sólarkaffinu. Þeir sem ætla að nýta sér þessi tilboðið, vinsamlegast tilkynni við bókun tengingu við Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins. Nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi.
Munið að taka kvöldið frá, skemmtum okkur saman.
Stjórn Ísfirðingafélagsins
Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkennari og skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur erindi sitt „Viljinn til að hafa áhrif“ sem fjallar um þegar Andrea Friðrikka Guðmundsdóttir, saumakona á Ísafirði fór á kjörstað fyrir 130 árum til að kjósa, til að hafa áhrif og leggja lóð sitt á vogarskálarnar fyrir betri og bjartari framtíð fyrir þjóðina.
Sigríður flutti erindið sem hátíðarræðu 17. júní s.l. á Ísafirði og fékk mikið lof fyrir skemmtilega ræðu og góða skemmtun.
Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði frá heimaslóðum en listamaðurinn að þessu sinni er Bergrós Halla Gunnarsdóttir ( 20 ára dóttir Gunnars Theódórs og Elínar Huld, barnabarn Steina Jóakims og Bríetar, svo því sé haldið til haga)
Glæsilegt kaffihlaðorð á 2200 kr / mann.
Kæru Ísfirðingar, fjölmennum og skemmtum okkur saman.
Stjórnin
Kæru Ísfirðingar!
Munum eftir messu Ísfirðingafélagsins sunnudaginn 17. maí kl. 14:00 í Neskirkju. Prestar eru Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og Séra Skúli Sigurður Ólafsson, fyrrum sóknarprestur á Ísafirði. Kaffi og veitingar að messu lokinni.
Að gefnu tilefni minnum við á að uppselt er á borðhaldið og því engin miðasala þann 24. janúar eins of fyrirhugað var. Aftur á móti verður selt inn á ballið kl. 23:00 við innganginn svo allir ættu að geta hitt félaga og ættingja sína í Hörpunni þann 31. janúar. Það er enginn skortur á miðum á ballið. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá og borðhald hefst kl. 20:15. Hleypt verður inn á ball klukkan 23.00
Kæru Ísfirðingar
Við þökkum frábærar viðtökur í forsölu á Sólarkaffið. Núna erum við að fara vel yfir borðaskipulagið til að skoða möguleika á að bæta við fleiri gestum. Vinsamlega bíðið með að hringja og senda tölvupóst á uppgefið númer og netfang. Við setjum hér inn upplýsingar um leið og þær liggja fyrir og við getum tekið við fleiri pöntunum. Með bestu kveðju frá stjórninni
Mikill áhugi er á Sólarkaffinu 2015 og uppselt er á borðhaldið og því engin miðasala þann 24. janúar eins of fyrirhugað var. Aftur á móti verður selt inn á ballið kl. 23:00 við innganginn svo allir ættu að geta hitt félaga og ættingja sína í Hörpunni þann 31. janúar. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá og borðhald hefst kl. 20:15. Hleypt verður inn á ball klukkan 23.00
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður í Hörpunni, laugardaginn 31. janúar nk. Mikið verður um dýrðir að þessu sinni enda fagnar félagið 70 ára afmæli í ár. Ræðumaður kvöldsins verður Ísfirðingurinn Eiríkur Böðvarsson. Sunnukórinn syngur nokkur lög og Örn Árnason og Jónas Þórir eru á meðal skemmtikrafta kvöldsins. Veislustjóri kvöldsins verður Dagný Björk Pjétursdóttir, danskennari. Þá mun hljómsveitin Grafík leika fyrir dansi.
Það kostar kr. 6.000.- á sólarkaffið og kr. 3.000.- á ballið.
Forsala aðgöngumiða og borðapantanir laugardagana 17. og 24. janúar kl. 14-16 í Hörpunni.
Miðar verða líka til sölu í Hamraborg, Ísafirði frá laugardeginum 17. janúar kl. 14:00, borðapantanir á sigurdasigurdardottir@gmail.com
Símasala í síma 895-2922 laugardagana 17. og 24. janúar kl. 14 – 16 og virka daga 19. – 30. janúar kl. 14 – 16.
Flugfélag Íslands er með glæsileg tilboð á flugi frá Ísafirði tengt Sólarkaffinu - Smellið hér
Grand Hótel Reykjavík býður eins og tveggja manna herbergi í tengslum við sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á kr. 16.120.- nóttina. Innifalið er morgunverður, WIFI og aðgangur að líkamsrækt.
Sunnukórinn heldur tónleika í Neskirkju 31. janúar 2015 kl. 15:00. Tökum vel á móti listafólkinu frá heimabænum og fjölmennum í Neskirkju.
Tími: Sunnudagur 19. október 2014, kl. 15:00 – 17:00
Staður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 30, Reykjavík.
Sérstakur gestur: Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.
Kæru Ísfirðingar og aðrir landsmenn
Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Reykjavík, sunnudaginn 19. október 2014, kl. 15:00 - 17:00 Boðið verður upp á tónlistaratriði, fyrirlestur, kaffi, pönnukökur og annað meðlæti. Sérstakur gestur á sólkveðjukaffinu verður Sigurður Pétursson, sagnfræðingur. Sigurður mun segja frá og kynna bók hans og Sigurjóns Sigurðssonar, “Húsin í bænum”.
Í kynningu frá Eymundsson segir um bókina: Þegar komið er til Ísafjarðar vekur mikill fjöldi gamalla húsa strax athygli. Gamla byggðin hefur varðveist þar betur en víðast annars staðar á Íslandi. Í þessari bók er fjallað um þessi hús í stuttu máli, uppruna þeirra og sögu. Mynd fylgir hverju húsi. Bókin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.
Fréttir um bókina er að finna á:
http://www.skutull.is/frettir/Gengid_um_gotur_sogunnar_Husin_i_baenum_-_Isafjordur
http://bb.is/Pages/120?NewsID=188639
Ungstirnin og Ísfirðingarnir, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir og Halldór Smárason munu töfra fram fagra tóna úr hljóðfærum sínum. Þau hafa bæði, eins og kunnugt er, getið sér gott orð fyrir fingrafimi sína og snilld á tónlistarsviðinu hvort á sitt hljóðfærið, Geirþrúður Ása á fiðlu og Halldór á píanó. Það verður enginn svikinn af samleik þeirra.
Verð kr. 2.500.-
Allir Ísfirðingar og áhugafólk um gamlar byggðir, byggingar og góða tónlist eru velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin
Nú hafa verið settr inn fullt af myndum frá messu ísfirðingafélagsins á Facebook síðu félagsins. Myndirnar tók okkar eini sanni Binni Óskars, Við þökkum kærlega fyrir framlagið.
Hér eru myndirnar, smellið hér.
Veist þú hvað Bjössi á mjólkurbílnum heitir fullu nafni?
Svarið fæst á Vortónleikum Karlakórsins Ernis (frá Ísafirði og nágrenni)
í Guðríðarkirkju, Grafarholti, Reykjavík þriðjudaginn 3. júní kl. 20
Aðgangseyrir kr. 2.500.- (posi á staðnum)
Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður haldin í Neskirkju, sunnudaginn 18. maí nk. kl. 14:00.
Prestur sr. Örn Bárður Jónsson, kirkjukór Ísfirðingafélagsins syngur.
Að messu lokinni verður messukaffi í safnaðarheimili Neskirkju.
Allir velkomnir.
Myndir af Sólarkaffinu 2014 eru komnar á Facebook síðu félagsins. Myndirnar tók Rúnar Jónatansson.
Smellið hér til að skoða
Það er enn hægt panta miða með því að hringja í síma
863 0033 ( Sigurða Sig ) milli 20:00 22:00 eða senda póst á
sigurdasig@simnet.is . Eins og áður hefur verið getið er einnig möguleiki að kaupa miða við innganginn á ballið að venju.
Fyllum húsið og skemmtum okkur saman!
Við bendum á að miðasalan á Sólarkaffið er hafin og er miðasala á Grand hótel laugardaginn 18. janúar frá kl: 14:00 - 16:00. Við bendum á að líka er möguleiki að panta miða alla komandi viku í síma
863 0033 ( Sigurða Sig ) milli 20:00 22:00 eða senda póst á
sigurdasig@simnet.is . Eins og áður hefur verið getið er einnig möguleiki að kaupa miða við innganginn á ballið að venju.
Fyllum húsið og skemmtum okkur saman!
Sælir Ísfirðingar og aðrir velunnarar Ísfirðingafélagsins.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið föstudaginn 24. janúar 2014, í hinum glæsilega veislusal Gullteig á Grand Hótel Reykjavík.
Húsið opnað kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00
Ball kl. 23:00 – 01:00
Veislustjóri Konni Eyjólfs, prakkari og frændi ræðumanns.
Helgi Björns flytur nokkur lög.
Ræðumaður kvöldsins Bjarndís Friðriksdóttir, Didda málara, Hlíðarvegspúki, málari og gleðigjafi.
Happdrætti tengt aðgöngumiðum, glæsilegir vinningar.
Hljómsveitin Trap, ásamt gestum leikur fyrir dansi.
Forsala aðgöngumiða og borðapantanir, laugardaginn 18. janúar kl. 14:00 – 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Miðaverð á Sólarkaffi kr. 4.500.-
Miðaverð á ball kr. 2.000.-
Grand Hótel Reykjavík verður með tilboð á gistingu og Flugfélag Íslands verður með tilboð á flugi í tilefni af Sólarkaffinu. Þeir sem ætla að nýta sér þessi tilboðið, vinsamlegast tilkynni við bókun tengingu við Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins.
Nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi.
Stjórnin
Sólarkaffið 2014 verður haldið föstudaginn 24. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Það er tilboð á gistingu þar einnig - kr. 14.400.- með morgunmat.
Hljómsveitin Trap leikur fyrir dansi, Helgi Björns mætir og spilar nokkur lög, ræðumaður og ýmislegt annað skemmtilegt í boði. Betur auglýst síðar.
Tími 29. september 2013 – kl. 15:00 – 17:00
Staður Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík / Reykjavik Maritime Museum - Grandagarður 8, Reykjavík.
Sérstakur gestur: Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður safna Ísafjarðarbæjar.
Kæru félagsmenn og aðrir gestir.
Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í Víkinni - Sjóminjasafninu í Reykjavík, sunnudaginn 29. september. Kaffi og veitingar verða í Bryggjunni – kaffihúsi, staðsett í miðju safnsins. Boðið verður upp á kaffi, pönnukökur, kleinur og flatkökur að þjóðlegum sið.
Sérstakur gestur á sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður safna Ísafjarðarbæjar.
Jóna Símonía mun segja frá og sýna bók hennar og Guðfinnu Hreiðarsdóttur sagnfræðings, „Þjóðlegt með kaffinu“. Bókin er lítið kver með uppskriftum af þjóðlegum kaffiveitingum, og auðvelt að kippa með í ferðalagið, bústaðinn eða útileguna. Nær allar uppskriftirnar úr bókinni er hægt að baka við fábrotinn tækjakost með lítilli fyrirhöfn.
https://www.facebook.com/icelandiccakes
Jóna Símonía mun jafnframt fjalla um af hverju bakkelsi er þjóðlegt, og hvað gerði það að verkum að kaffibrauð Íslendinga var lengi vel mun einfaldara en tíðkaðist í Evrópu. Hún mun sýna myndir á skjávarpa samfara kynningu sinni á bókinni.
Agnes Ósk Marzellíusardóttir, mun syngja nokkur lög á sólkveðjukaffinu. Agnes Ósk stundaði nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar undir handleiðslu Ingunnar Óskar Sturludóttur og Guðrúnar Jónsdóttur. Agnes Ósk fékk viðurkenningu frá Ísfirðingafélaginu á árinu 2013, að ábendingu skólastjórnenda fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og fyrir að hafa aukið hróður Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hún er dóttir Margrétar Geirsdóttur og Marzellíusar Sveinbjörnssonar.
Húsið opnar kl. 14:30.
Verð kr. 2.000.-
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórnin
Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður haldin í Neskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 14.00. Guðsþjónusta félagsins hefur undanfarin ár verið sungin í Neskirkju, í góðu samstarfi við sóknarprestinn ísfirska, sr. Örn Bárð Jónsson. Ísfirðingafélagið hvetur Ísfirðinga sem og aðra Vestfirðinga að fagna sumri, gleðjast saman og fjölmenna í Ísfirðingamessu í Neskirkju. Kirkjukór Ísfirðingafélagsins mun syngja við messuna.
Guðsþjónusta á vegum Ísfirðingafélagsins hefur fyrir margt löngu skipað fastan sess í starfi félagsins og hefur þátttaka í guðsþjónustunni undanfarin ár verið góð. Að messu lokinni er að vanda boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili Neskirkju. Ísfirðingar nær og fjær eru hvattir til að fjölmenna í messu, taka með vini og vandamenn og njóta þess að hittast á góðum degi með góðu fólki. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar eftirtöldum aðilum kærlega fyrir veittan stuðning við Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2013:
BB, Blómaval, Flugfélag Íslands, Fréttatíminn, Gamla bakaríið, Netgalleríið Muses.is, Tjöruhúsið, Vestfirska forlagið.
Þetta er flottur hópur.
Kær kveðja Stjórn Ísfirðingafélagsins
Stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar fyrir frábæra skemmtun á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á Grand Hótel Reykjavík í gærkvöldi.
Lára Rúnars startaði fjörinu með laginu In Between af plötu sinni Surprise, flutti síðan lagið Presley eftir föður sinn Rúnar Þórisson og lauk flutningi sínum með laginu Victory sem er á nýjustu plötu hennar Moment. Sannarlega glæsilegur tónlistarmaður þar á ferð.
Hrólfur Ólafsson, ræðumaður kvöldsins naut sín sannarlega í ræðustól, fór á kostum og veislugestir veltist um af hlátri. Hann fór um víðan völl, sagði frá heimilislífinu á heimili forelda og systkina á Hlíðarveginum, sögur af sjónum og samferðafólki sínu. Frábær flutningur og frábær skemmtun.
Hljómsveitin Trap spilaði síðan fyrir dansi og gestir tóku svo sannarlega vel við sér undir frábæru lagavali og flutningi hljómsveitarinnar. Skemmtileg sviðsframkoma skólahljómsveitarinnar, nánd og kunningsskapur ásamt skemmtilegri dagskrá var til þess að gestir dönsuðu frá fyrsta lagi þar til ballið var búið.
Allt fór þetta vel fram undir röggsamri stjórn Dídí Torfa sem skemmti gestum milli dagskráliða með sögum og bröndurum og fór ræðumaður kvöldsins, Hrólli Óla ekki varhluta af, enda þekkir Dídí kauða vel. Stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar öllum veislugestum kærlega fyrir komuna og þakkar stuðningsaðilum við Sólarkaffið kærlega fyrir veittan stuðning. Og nú er bara að láta sér hlakka til næsta sólarkaffis Ísfirðingafélagsins.
Bæjarins besta ( bb.is ) hefur sett upp fjölda skemmtilegra mynda frá skemmtuninni á vefsvæði sitt. Smelltu hér til að skoða.
Hér er slóð á myndband af stórskemmtilegri ræðu Hrólfs Ólafssonar sem tekið vár og sett á Youtube af Jónu Halldórsdóttur. Smellið hér.
Skemmtum okkur saman.
Ísfirðingafélagið
Sælir Ísfirðingar og aðrir velunnarar Ísfirðingafélagsins.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið föstudaginn 25. janúar 2013, í hinum glæsilega veislusal Gullteig á Grand Hótel Reykjavík.
Húsið opnar kl. 19:30.
Borðhald hefst kl. 20:00.
Veislustjóri verður Dýrfinna Torfadóttir, Dídí Torfa gullsmiður, hönnuður og spjótkastari.
Ræðumaður kvöldsins verður Hrólfur Ólafsson, Hlíðarvegspúki, skipstjóri og gleðipinni.
Lára Rúnars flytur nokkur lög.
Happdrættið og söngurinn verður á sínum stað í dagskránni.
Hljómsveitin Trap, Diddi Hermanns, Rúnar Þór, Reynir Guðmunds, Stebbi Símonar og Örn Jóns leika fyrir dansi.
Forsala aðgöngumiða og borðapantanir verður laugardaginn 19. janúar kl. 14:00 – 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Miðaverð kr. 4.000.-
Grand Hótel Reykjavík býður tilboð á gistingu í sambandi við Sólarkaffið, tveggja manna herbergi með morgunmat kr. 13.800.- nóttin. Þeir sem ætla að nýta sér tilboðið á hótelinu, vinsamlegast tilkynni við bókun að gisting sé í tengslum við Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins.
Nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi.
Eins og venjulega verður selt inn eftir kl 22:00 og kostar miðinn á ballið 2000 kr.
Stjórnin
Tími 7. október 2012 – kl. 15:00 – 17:00
Staður Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík / Reykjavik Maritime Museum Grandagarður 8, Reykjavík.
Sérstakur gestur: Kristján G. Jóhannsson, stjórnarformaður Hraðfrystihússins Gunnvarar hf og framkæmdastjóri.
Kæru félagsmenn og aðrir gestir. Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í Sjóminjasafninu í Reykjavík, sunnudaginn 7. október. Kaffi og veitingar verða í Bryggjunni – kaffihúsi, staðsett í miðju safninu.
Boðið verður upp á kaffi, pönnukökur og kleinur.
Sérstakur gestur á sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður Kristján G. Jóhannsson, stjórnarformaður Hraðfrystihússins Gunnvarar hf og framkvæmdastjóri. Kristján mun lesa upp úr og segja frá bók sinni „Vertinn á Uppsölum og kaupmannsdóttirin“. Bókin fjallar um ættir og lífshlaup Jóhanns Júlíussonar frá Atlastöðum í Fljótavík og Margrétar Leósdóttur frá Ísafirði.
Kristján mun líka sýna vel valdar myndir á skjávarpa.
Ísfirðingurinn Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir leikur á harmoníku á sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins, sem verður haldið í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík, sunnudaginn 7. október n.k.
Helga Kristbjörg stundaði nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar uppvaxtarár sín á Ísafirði. Ísfirðingafélagið veitti henni viðurkenningu fyrir góðan tónlistarárangur þegar hún var á unglingsaldri. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010.
Kærasti Helgu Kristbjargar, Sveinn Enok Jóhannsson frá Keflavík syngur við undirleik hennar á sólkveðjukaffinu.
Helga Kristbjörg er dóttir Guðrúnar Eyjólfsdóttur og Guðmundar Níelssonar.
Húsið opnar kl. 14:30.
Verð kr. 1.800.-
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórnin
Við brautskráningu frá Grunnskólanum á Ísafirði þriðjudaginn 5. júní s.l., veitti Ísfirðingafélagið Elenu Dís Víðisdóttur sérstök verðlaun og heiðursviðurkenningu fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagslífi skólans.
Til verðlaunanna var stofnað í minningu Hannibals Valdimarssonar, sem m.a. var að góðu kunnur fyrir fórnfús störf að félagsmálum.
Við brautskráningu frá Tónlistarskóla Ísafjarðar miðvikudaginn 30. maí, veitti Ísfirðingafélagið Mirjam Mäekelle sérstök verðlaun og heiðursviðurkenningu fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og fyrir að hafa aukið hróður skólans.
Til verðlaunanna var stofnað í minningu Birnu Eyjólfsdóttur, sem m.a. var að góðu kunn fyrir fórnfús störf að félagsmálum.
Mirjam Maekalle er lengst til vinstri á myndinni.
Við brautskráningu frá Menntaskólanum á Ísafirði
laugardaginn 19. maí, veitti Ísfirðingafélagið nýstúdent Sunnu Karen
Einarsdóttur sérstök verðlaun og heiðursviðurkenningu fyrir lofsverða ástundun,
framfarir í námi og virka þátttöku í félagslífi skólans.
Til verðlaunanna var stofnað í minningu Jóns Leós, sem
m.a. var að góðu kunnur fyrir fórnfús störf að félagsmálum.
|
|
Smellið á mynd til að lesa dagskrá ( pdf snið )
|
Smellið á mynd til að lesa dagskrá ( pdf snið ) |
Fögnum sumri, gleðjumst saman og skundum í Ísfirðingamessu sunnudaginn 20. maí kl. 14.00. Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður að vanda í Neskirkju.
Ísfirðingarnir
sr. Örn Bárður Jónsson og nýkjörinn biskup Íslands,
sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sjá um messugjörð.
Hnausþykkar hnallþórur og hitaeiningaríkar brauðtertur verða á boðstólum í kirkjukaffinu sívinsæla að messu lokinni. Síðdegis, um kl. 1600, verður á sama stað, þe. í safnaðarheimili Neskirkju, haldinn aðalfundur Ísfirðingafélagsins. Bara gaman. Ísfirðingar nær og fjær eru hvattir til að fjölmenna í messu, taka með vini og vandamenn og njóta þess að hittast á góðum degi með enn betra fólki.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins var haldið í Iðnó við Reykjavíkurtjörn, föstudagskvöldið 27. janúar s.l. Mikil og góð stemning var meðal þeirra fjölmörgu Ísfirðinga sem komu til að hitta sveitunga sína að vestan.
Kvöldið byrjaði á að gestir gæddu sér á nýbökuðum rjómapönnukökum. Haraldur Leifsson, fótboltapúki fór á kostum sem ræðumaður kvöldsins og var mikið hlegið að sögum af uppvaxtarárum hans á Ísafirði. Tónlistin var í höndum hins fjölhæfa Halldórs Smárasonar. Meðal þeirra sem stigu á stokk voru stórsöngkonan Sigríður Thorlacius, söngkona hljómsveitarinnar Hjaltalín, og Ísfirðingurinn Skúli „mennski“ Þórðarson.
Happdrættið var á sínum stað og þakkar Ísfirðingafélagið stuðningsaðilum kvöldsins kærlega fyrir þeirra framlag. Allt þetta gerðist undir vaskri veislustjórn Hnífsdælingsins, tónlistarmannsins, bóksalans og fyrrum varabæjarfulltrúans Kristjáns Freys Halldórssonar.
Síðan var dansað fram eftir nóttu við tónlist Halldórs og félaga hans, Bolvíkinganna, Birgis og Valdimars Olgeirssona og Kristins Gauta Einarssonar.
Meðfylgjandi eru myndir frá Sólarkaffinu. Smellið hér til að skoða.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík fer fram í Iðnó við
Reykjavíkurtjörn í kvöld. Þó bryddað verði upp á ýmsum nýjungum verða
gamlar hefðir í hávegum hafðar. Fyrst er að nefna nýbakaðar
rjómapönnukökur eins og hver getur í sig látið og ræðumaður kvöldsins,
Haraldur Leifsson, verður á sínum stað. Að vanda verður boðið upp á ýmis
glæsileg skemmtiatriði. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru
stórsöngkonan Sigríður Thorlacius, söngkona hljómsveitarinnar Hjaltalín,
og Ísfirðingurinn Skúli „mennski“ Þórðarson.
Miðaverði hefur verið stillt í hóf og samkoman gerð frjálslegri. Þá
verða ekki frátekin sæti heldur gert ráð fyrir að fólk geti fært sig,
hitt fleiri og skemmt sér. Eða eins og veislustjórinn sagði í útvarpinu
um daginn: „Þetta verður svona Sjalla- og Krúsarstemmning sem jafnvel
minnir jafnvel á Félagsheimilið í Hnífsdal.“
Enn eru til miðar og er hægt að tryggja sér slíka með því að hringja í
Iðnó í dag í síma 562 9700 eða mæta bara klukkan 20 þegar húsið opnar og
tilboðið gildir á barnum
Nýtt og spennandi með hækkandi sól.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík fer fram föstudaginn 27. janúar í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.
Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í bland við góðar hefðir. Í takt við tímann og óskir félagsmanna verður dagskráin frjálslegri. Ekki verður raðað til borðs heldur frjálst að velja sér sæti eða að vera laus og liðugur. Ekki verða sæti fyrir alla heldur gert ráð fyrir að þeir sem þurfa sæti fái sæti, aðrir geti staðið eða fengið sæti annarsstaðar í húsinu. Með þessu er ætlunin að skapa huggulega heimilislega stemmningu þar sem fólk hittir fleiri.
Ræðumaður kvöldsins verður Haraldur Leifsson.
Tónlistin verður að vanda í höndum heimamanna og veislustjórinn er sjálfur tónlistarmaðurinn, bóksalinn og fyrrum varabæjarfulltrúinn Kristján Freyr Halldórsson.
Dagskrá:
20:00: Húsið opnar, pönnukökur og kaffi. Tilboð á barnum (léttvín og bjór á 600kr. til 22:00)
20:40: Dagskrá hefst
22:30: Dansleikur (Sveitaball).
Miðaverð: 2500, innifalið: Kaffi og pönnukökur eins og fólk getur í sig látið, skemmtun og dansleikur.
Forsala í Iðnó milli 13 og 15 á laugardag.
Svo er opið alla daga í Iðnó milli 11 og 16.
ATH að hægt er að hringja í síma 562-9700
Kæri félagi og velunnari Ísfirðingafélagsins,
Hefð hefur skapast fyrir útgáfu jólakorts Ísfirðingafélagsins. Jólakortið í ár prýðir ljósmynd af Hafnarstrætinu með Silfurtorgið og Bókhlöðuna í forgrunni og Eyrarfjall gnæfir yfir í baksýn. Myndin er eftir þúsundþjalasmiðinn Halldór Sveinbjörnsson. Í ár, líkt og í fyrra, sendir félagið nú öllum félagsmönnum tíu jólakort ásamt greiðsluseðli. Greiðsluseðillinn mun koma fram í heimabönkum fólks, en ógreiddir seðlar verða sjálfkrafa felldir niður 1. maí 2012. Þeir félagsmenn sem vilja, geta því stutt við starf félagsins með því að greiða meðfylgjandi seðil.
Kæru félagsmenn og aðrir gestir.
Sú nýlunda verður höfð á Sólkveðjukaffi Ísfirðinga að þessu sinni að færa dagskrána í bæinn. Með því skapast skemmtilegt tækifæri á að gera sér ferð í miðborgina og tengja komuna á kaffið við fleira skemmtilegt. Hvað er meira viðeigandi en að við hittumst í Sjóminjasafninu í Víkinni?
Fögnum sumri, gleðjumst saman og skundum í Ísfirðingamessu sunnudaginn 22. maí kl. 14.00. Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður að vanda í Neskirkju.
Sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Sveinbjörn Bjarnason sjá um guðsþjónustuna, Steingrímur Þórhallsson sér um orgelleik og Þórarinn J. Ólafsson mun syngja einsöng. Gaman er að geta þess að Þórarinn er barnabarnabarn Karlinnu Jóhannesdóttur og Jóns Jónssonar klæðskera. Þá mun að vanda kór Ísfirðingafélagsins sjá um söng við messuna.
Hnausþykkar hnallþórur og hitaeiningaríkar brauðtertur verða á boðstólum í kirkjukaffinu sívinsæla að messu lokinni. Síðdegis, um kl. 1600, verður á sama stað, þe. í safnaðarheimili Neskirkju, haldinn aðalfundur Ísfirðingafélagsins. Bara gaman. Ísfirðingar nær og fjær eru hvattir til að fjölmenna í messu, taka með vini og vandamenn og njóta þess að hittast á góðum degi með enn betra fólki.
Ársrit Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, er kominn út og er blaðið í ár sem aldrei fyrr sneysafullt af efni tengdu Ísafirði og Ísfirðingum. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Arnar Geir Hinriksson, gluggað í kostulegt ljósmyndasafn Jóns Aðalbjörns, ræða Sirru Gríms og myndir frá sólarkaffi félagsins, ræða Möggu Óskars frá sólkveðjukaffinu í haust, æskuminningar Dísu Gríms, Vegapúka, Spessi á æskuslóðum, minningarbrot frá sumrinu 1974 og margt fleira.
Blaðið hefur verið sent félagsmönnum Ísfirðingafélagsins. Það er einnig selt í Hamraborg og í vefbókabúðinni
www.panama.is. Ritstjórar eru Jakob Falur Garðarsson og Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Gleðilegt nýtt ár, kæri félagsmaður í Ísfirðingafélaginu!
Þá er loksins komið að því, nú styttist í sólarkaffi enn á ný og raunar sjaldan verið jafn kærkomið og nú að sjá sólina hækka á lofti með von um betri tíð með blóm í haga. Því skulum við fjölmenna á sólarkaffi í ár og njóta þess að hitta gamla vini og vandamenn.
Sólarkaffi 2011 verður haldið
föstudaginn 28. janúar á
Hilton Nordica Reykjavík. Dagskrá kvöldsins verður glæsileg en um leið með nokkuð hefðbundnu sniði. Ræðumaður kvöldsins verður
Sirra Gríms, happdrættið sívinsæla verður á sínum stað og að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á lifandi tónlistaratriði að heiman. Ísfirðingarnir
Skúli mennski tónlistarmaður og
Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leik- og söngkona halda dagsskránni saman, bregða á leik og bresta í söng.
Húsið opnað, opinn bar og lifandi tónlist frá kl. 20:00
Sólarkaffi 2011 hefst um kl. 20.45
Athugið að miðar verða seldir á
www.midi.is.
Forsala aðgöngumiða verður á Hilton Reykjavík Nordica
laugardaginn 22. janúar kl. 13.00-15.00. Frá sama tíma verður einnig hægt að kaupa miða á midi.is og á útsölustöðum þeirra, þ.e. í bókabúð Máls og Menningar Laugavegi og í Brim í Kringlunni. Síðan verður miðasala við innganginn 28. janúar frá kl. 19.55.
MIÐAVERÐ – 4.500 KR.
Fyrstur kemur – fyrstur fær – munið www.midi.is
Pönnukökurnar í fyrra voru frábærar, bakaðar á staðnum af veitingamönnum Hilton Nordica og verður leikurinn endurtekinn í ár með
pönnukökubakstri á staðnum!
MINNINGABROT FRÁ ÍSAFJARÐAR ÁRUM 1944 - 1953
Komin er út bókin Þegar rauði bærinn féll eftir Engilbert S. Ingvarsson,
félaga í Ísfirðingafélaginu. Höfundurinn segir frá bæjarbrag, ýmsum
atvikum þegar hann var á Ísafirði á árunum 1944-1953 og tilhögun verka
áður en vélvæðing varð allsráðandi.
Sagt er frá ýmsum atburðum eins og þegar húsið Fell brann 1946 og
slysinu á Óshlíð 1951 þegar rúta með íþróttafólk frá Akureyri varð fyrir
grjóthruni.
Í bókinni er sagt frá atvinnulífi og pólitískum átökum á þessum árum.
Jafnaðarmenn náðu fyrst meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðar 1922 og
höfðu hreinan meirihluta í 24 ár. Alþýðuflokksmenn byggðu upp
umtalsverða atvinnustarfsemi á kreppuárunum, stjórnuðu stærstu
fyrirtækjum bæjarins og voru einnig ráðandi í verkalýðsfélögum.
Ísafjörður var af þeim sökum kallaður „rauði bærinn.“ Í
bæjarstjórnarkosningum 27. janúar 1946 tapaði Alþýðuflokkurinn
meirihlutanum og sjálfstæðismenn og sósíalistar mynduðu meirihluta
.
Pöntunarsímar hjá höfundi eru 4513213/8933213. Netfang: engilberti@snerpa.is
Sögumiðlun ehf gefur bókina út. Netfang: sogumidlun@sogumidlun.is
Félagsmönnum Ísfirðingafélagsins, sem og öllum velunnurum fagurrar listar, er boðið að vera við opnun sýningar á verkum Guðrúnar Halldórsdóttur að Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30, laugardaginn 5. júní kl. 14:00. Sjá viðtal við Guðrúnu og nánari frásögn
hér á bb.is.
Minnum á úrslitakvöld Sönglagakeppni Vestfjarða sem
fer fram næsta föstudagskvöld, 4. júní í Ediborgarhúsinu á Ísafirði.
Glæsileg skemmtun í vændum. Miðasala í forsölu er hafin og við hvetjum
þá sem hafa áhuga til að
tryggja sér miða strax því aðeins eru 130-150 sæti í boði. Miðapantanir
í síma 456-7055 eða 849-2006.
Aðalfundur Ísfirðingafélagsins var haldinn í dag, sunnudag, í safnaðarheimili Neskirkju, í kjölfar kirkjuhátíðar Ísfirðingafélagsins. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf. Jakob Falur, formaður félagsins, gerði grein fyrir starfsemi félagsins og fór yfir reikninga þess. Fyrir fundinn hafði Jakob lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér sem formaður, þó hann gæfi áfram kost á sér í stjórn félagsins, og því lá ljóst fyrir að á fundinum yrði kosinn nýr formður. Áróra Gústafsdóttir (von Þvergata) gaf kost á sér til formennsku nokkru fyrir aðalfund og var formlega kosin sem formaður Ísfirðingafélagsins á aðalfundinum í dag. Að öðru leiti varð ekki breyting á stjórn félagsins, því allir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.
Ísfirðingafélagið óskar Önnu Marzellíusardóttir til hamingju með glæsilegan árangur. Hún útksrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði á laugardaginn, með sérstökum glæsibrag. Hún varð dux scholae og fékk m.a. verðlaun fyrir störf að félagsmálum, sem gefin hafa verið af Ísfirðingafélaginu um árabil. Frétt bb.is segir betur frá og
er hér.
Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður haldin í Neskirkju sunnudaginn 30. maí kl. 14.00. Séra Örn Bárður Jónsson messar og kirkjukór Ísfirðingafélagsins syngur. Umsónarmaður kórsins er sem fyrr Þórhildur Sigurðardóttir. Þeir sem áhuga hafa á að syngja með í kórnum vinsamlegast hafi samband við Þórhildi, totla@simnet.is Að messu lokinn verður kirkjukaffi að vanda í safnaðarheimilinu. (Verði kaffiveitinga verður still í hóf sem frekast er unnt). Fjölmennum í kirkju og fögnum saman í góðra vina hópi. Líkt og í fyrra, er messan haldin í samvinnu við Súðvíkinga, sem ætla einnig að fjölmenna í messu með okkur og eru þeir boðnir hjartanlega velkomnir.
Aðalfundur Ísfirðingafélagsins verður haldinn sunnudaginn 30. maí í hliðarsal í safnaðarheimili Neskirkju (í kjölfar kirkjukaffis), um kl. 16.30. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, skv. samþykktum félagsins.
Fyrstu vikuna í maí bjóðum við upp á vorferð eldri borgara til
Ísafjarðar. Ferðin er kjörin fyrir pör eða hópa sem vilja komast úr
skarkala borgarinnar og gera
sér dagamun í faðmi fjalla blárra.
Gist
er á
Hótel Ísafirði, í hjarta bæjarins. Hótelið er búið góðum og
þægilegum herbergjum með útvarpi, sjónvarpi og kaffisetti.
Veitingastaðurinn við Pollinn, á fyrstu hæð hótelsins, er notalegur og
þar er boðið upp á ríkulegan morgunverð og góða kvöldverði.
Stutt
er í alla þjónustu og gaman að spássera um miðbæinn, skoða í búðir,
rölta niður að höfn eða virða fyrir sér gömlu húsin á Eyrinni sem mörg
hafa verið gerð listilega upp.
Þeir sem vilja láta dekra frekar við
sig geta pantað hársnyrtingu, hand- eða fótsnyrtingu, nudd eða annað á
stofum bæjarins.
Félaginu hefur borist eftirfarandi athugasemd vegna greinar í nýjasta Vestanpósti:
Ég vil koma að leiðréttingu við formálann að greininni "Það er
gaman að vera gamall" sem birtist í nýjasta Vestanpóstinum.
Þar er ranglega farið með það að Hjörtur Kristjánsson, sem var
trésmiður á Ísafirði og bróðir minn og Páls, hafi oftast verið nefndur
Hjörtur Stapi. Það var hins vegar systursonur okkar, Hjörtur Bjarnason,
sem oftast var kallaður Hjörtur Stapi. Vinsamlegast leiðréttið þessa
rangfærslu í næsta Vestanpósti og birtið hana á vefsíðu
Ísfirðingafélagsins.
Anna Sigríður Kristjánsdóttir
Ritstjórn Vestanpóstsins biðst velvirðingar á þessum mistökum.
Aðalfundur félagsins var haldinn sunnudaginn 24. maí s.l. í kjölfar Ísfirðingamessu í Neskirkju. Sérlega ánægjulegt var hve margir mættu til messu í vor og drukku í kjölfarið kirkjukaffi. Svo sat góður hópur aðalfundinn síðdegis. Á fundinum var félaginu kjörin ný stjórn og hana skipa nú: Jakob Falur Garðarsson, formaður, Áróra Gústafsdóttir, Edda Pétursdóttir, Greipur Gíslason, Gunnar Halldórsson, Ólafur Sigurðsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri Vestanpóstins, Rakel Sævarsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson og Sigurða Sigurðardóttir.
Sólkveðjuhátíð Ísfirðingafélagsins í ár verður haldin sunnudaginn 27. september kl. 15.00 í Skíðaskálanum í Hveradölum, (sjá
www.skidaskali.is ) sem er sannkallað sæluhús á miðri Hellisheiðinni. Boðið verður upp á kaffi og kökuhlaðborð gegn sanngjörnu verði (almennt verð 1.890 kr. en hálft verð fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngstu börnin). Ræðumaður dagsins verður tilkynntur þegar nær dregur.
Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna í Skíðaksálann, njóta þess hitta gamla og góða vini yfir rjúkandi kaffibolla og vænni hnallþórusneið. Þá eru félagar hvattir til þess að bjóða vinum og vandamönnum sem ekki eru nú þegar í félaginu en eiga sömu rætur, að slást í för og njóta dagsins með okkur.
Hún er ekki amaleg,
fréttin á forsíðu
Eyjunnar, sem er reyndar tekin þangað af
bb.is, en við tökum okkur það bessaleyfi að birta Eyjufréttina hér á vefnum okkar:
Ísafjörður er í öðru sæti yfir mest spennandi áfangastaði landsins í nýjustu útgáfu vinsælustu ferðahandbókar heims, Lonely Planet. Listi handbókarinnar yfir „Top Picks“ setur Ísafjörð í annað sætið og skýtur þar með perlum eins og Gullfoss, Geysi, Bláa Lóninu og Mývatni ref fyrir rass. Í fyrsta sæti er Jökulsárþjóðgarður.
Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður haldin í Neskirkju
sunnudaginn 24. maí kl. 14.00. Séra Örn Bárður Jónsson messar og kirkjukór Ísfirðingafélagsins syngur. Umsónarmaður kórsins er sem fyrr Þórhildur Sigurðardóttir. Þeir sem áhuga hafa á að syngja með í kórnum vinsamlegast hafi samband við Þórhildi,
totla@simnet.is Að messu lokinn verður kirkjukaffi að vanda í safnaðarheimilinu. (Verði kaffiveitinga verður still í hóf sem frekast er unnt). Fjölmennum í kirkju og fögnum saman í góðra vina hópi. Súðvíkingar ætla einnig að fjölmenna í messu að þessu sinni með okkur og eru þeir boðnir hjartanlega velkomnir.
Aðalfundur Ísfirðingafélagsins verður haldinn sunnudaginn 24. maí í hliðarsal í safnaðarheimili Neskirkju (í kjölfar kirkjukaffis), um kl. 16.30. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, skv. samþykktum félagsins.
Litli Leikklúbburinn sýnir alþýðlegu leik- og söngskemmtunina „Við heimtum aukavinnu“, lög og texta Jóns Múla og Jónasar Árnasona, í Gullhömrum Grafarholti, föstudaginn 29. mai kl. 21:00 og laugardaginn 30. mai kl. 20:00 og 22:00.
Söngskemmtun þessi hefur verið sýnd 10 sinnum á Ísafirði við miklar vinsældir og nánast fyrir fullu húsi í hvert sinn.
Miðasala er í síma 6188269 og við innganginn, tveimur tímum fyrir sýningu.
Í kjölfar umfjöllunarinnar í Vestanpóstinum um Kubbann og kvæðið hans
Matthíasar, sendi hann Jón Aðalbjörn okkur tölvupóst sem umsjónarmaður
síðunnar fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér, lesendum til ánægju,
yndisauka og umhugsunar. Smellið á meira til að lesa póstinn frá
Jóni...
Ísfirðingafélagið óskar félagsmönnum sínum öllum gleðilegra páska!
Munið að hóflega etið súkkulaði gleður félgasmannsins hjarta...
Sjónvarpsfréttirnar í gær, laugardag fyrir páska, voru sannarlega með
"Grand Finale", en sýnt var frá brettastökkkeppninni sem
Ísfirðingafélagið stóð fyrir í Bæjarbrekkunni á Skírdagskvöld. Frétt
RUV má sjá
hér.
Það var sannarlega mikil stemmning við Sóltún í gær, Skírdag.
Ísfirðingafélagið, með dyggri aðstoð Ísafjarðarbæjar og fleiri
stuðningsaðila, stóð fyrir svokallaðri Big-Jump brettastökkkeppni í
Bæjarbrekkunni, brettakrökkunum til ómældrar gleði sem og fjölda
áhorfenda, sem voru líklega yfir 200 þegar mest var.
Í Morgunblaðinu í dag er skemmtilegt viðtal Önundar Páls Ragnarssonar,
blaðamanns, við Ólaf Sigurðsson, stjórnarmann í Ísfirðingafélaginu, sem
er prímus mótor skíðaminjasýningar í Edinborgarhúsinu heima á Ísafirði
nú um páskana. Við hér á vef Ísfirðingafélagsins tökum okkur það
bessaleyfi að birta viðtalið úr Mogga hér í heild sinni um leið og við
hvetjum sem flesta til að líta við í Edinborgarhúsinu á þessa frábæru
sýningu. Smellið á
meira hér hægra megin...
Félagsmenn hafa nú fengið Vestanpóstinn 2009 sendan heim að dyrum og
verður blaðið vonandi sem flestum til ánægju og yndisauka. Einn
félagsmaður sendi félaginu línu til að þakka fyrir blaðið, en jafnframt
til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með fjölda stafsetningarvilla í
blaðinu. Ritstóri er mikill áhugamaður um gott mál og hefur litla
þolinmæði gagnvart illa rituðu máli - og hvað þá röngu. Félagsmenn og
lesendur blaðsins eru hér með beðnir afsökunar á öllum þeim
stafsetningarvillum sem í blaðinu kunna að leynast. Ætíð getur gott
batnað og skal betur rýnt í prófarkir að ári.
Vestanpósturinn 2009 er kominn út og hefur verið dreift til félagsmanna
Ísfirðingafélagsins. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið
blaðið, vinsamlegast láti vita á netfang félagsins,
info@isfirdingafelagid.is
Vestanpósturinn kemur nú út á öðrum tíma en verið hefur, þ.e. í kjölfar
Sólarkaffis frekar en í aðdraganda og kannski ekki síður í aðdraganda
páska og vorkomu. Ýmsar ástæður liggja að baki þeirrar ákvörðunar
stjórnar félagsins að breyta útgáfutímanum, en þær helstu eru þessar:
✓ að þar með er hægt að birta fyrr en gert hefur verið til þessa myndir og frásögn af Sólarkaffi ársins,
✓
að félagsgjöld, sem innheimt eru með Vestanpóstinum, komi ekki til
félagsmanna strax í janúar, í sama mánuði og Sólarkaffi er haldið,
✓ og að blaðið geti frekar höfðað til auglýsenda fyrir vestan í upphafi ferðamannatíðar.
Það verður sannarlega mikið um að vera í húsi Ísfirðingafélagsins á Skírdagskvöld, en þá stendur félagið í samstarfi við Skíðafélag Ísafjarðar fyrir snjóbrettastökki í bæjarbrekkuni. Áhorfendum verður boðið upp heitt kakó og piparkökur í garðinum við Sóltún og ef veður leyfir verður útbúinn snjóbar og leikin tónlist í anda ungmenna sem hafa tekið þessa vetraríþrótt ástfóstri. Er það von okkar að Sóltún verði í bakgrunni iðandi mannlífs eina kvöldstund og eins að brottfluttir komi saman með heimamönnum til að gera viðburðinn sem skemmtilegastan. Bæjarbúar og gestir á Skíðaviku eru hvattir til að fjölmenna í bæjarbrekkuna á Skírdagskvöld því hægt er að fullyrða að þar verður mikið fjör - og mikið gaman!
Sólarkaffi í ár byrjaði sannarlega vel. Ilminn af pönnukökubakstri lagði um ganga Hilton Hótels Nordica við Suðurlandsbrautina. Sólarkaffið var að þessu sinni haldið á nýjum stað og örlaði fyrir vissum spenningi, ekki síst fyrir því hvernig til myndi takast með pönnukökurnar – en kokkarnir á Hilton voru búnir að tala um þetta verkefni af tilhlökkun og ákveðnir í að vera með pönnukökubakstur á staðnum. Skemmst er frá því að segja, að pönnukökurnar í ár voru sérlega ljúffengar, sem og aðrar veitingar, og veitingamönnum Nordica til sóma.