Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins 2016

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins árið 2016 verður haldið föstudaginn 29. janúar í hinum glæsilega veislusal Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. Húsið opnað kl. 19:30, borðhaldið hefst kl. 20:00, ballið hefst kl. 23:00. Veislustjóri: Rúnar Rafnsson, sölumaður og diskótekari (sonur Sigrúnar og Bjössa Charles).
Hljómsveitin Húsið á sléttunni, með Halldór Smárason og þá Olgeirs bræður úr Bolungarvík í framlínunni leikur fyrir dansi. Þeir félagar eru margrómaðir fyrir skemmtilega og hæfileikaríka spilamennsku. Ræðumaður kvöldsins verður Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, kórstjóri og söngkona með meiru.

Forsala aðgöngumiða verður á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 16. janúar kl. 14:00 – 15:00. Grand Hótel Reykjavík verður með tilboð á gistingu og Flugfélag Íslands verður með tilboð á flugi í tilefni af Sólarkaffinu. Þeir sem ætla að nýta sér þessi tilboðið, vinsamlegast tilkynni við bókun tengingu við Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins. Nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi.

Munið að taka kvöldið frá, skemmtum okkur saman.
Stjórn Ísfirðingafélagsins

5.1.2016 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun