Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins 2013

 

Tími  29. september 2013 – kl. 15:00 – 17:00
Staður   Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík / Reykjavik Maritime Museum - Grandagarður 8, Reykjavík.

Sérstakur gestur:  Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður safna Ísafjarðarbæjar.

Kæru félagsmenn og aðrir gestir.

Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í Víkinni - Sjóminjasafninu í Reykjavík, sunnudaginn 29. september.  Kaffi og veitingar verða í Bryggjunni – kaffihúsi, staðsett í miðju safnsins.  Boðið verður upp á kaffi, pönnukökur, kleinur og flatkökur að þjóðlegum sið.

Sérstakur gestur á sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður safna Ísafjarðarbæjar.

Jóna Símonía mun segja frá og sýna bók hennar og Guðfinnu Hreiðarsdóttur sagnfræðings, „Þjóðlegt með kaffinu“.  Bókin er lítið kver með uppskriftum af þjóðlegum kaffiveitingum, og auðvelt að kippa með í ferðalagið, bústaðinn eða útileguna. Nær allar uppskriftirnar úr bókinni er hægt að baka við fábrotinn tækjakost með lítilli fyrirhöfn. 

https://www.facebook.com/icelandiccakes

Jóna Símonía mun jafnframt fjalla um af hverju bakkelsi er þjóðlegt, og hvað gerði það að verkum að kaffibrauð Íslendinga var lengi vel mun einfaldara en tíðkaðist í Evrópu. Hún mun sýna myndir á skjávarpa samfara kynningu sinni á bókinni.

Agnes Ósk Marzellíusardóttir, mun syngja nokkur lög á sólkveðjukaffinu.  Agnes Ósk stundaði nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar undir handleiðslu Ingunnar Óskar Sturludóttur og Guðrúnar Jónsdóttur.  Agnes Ósk fékk viðurkenningu frá Ísfirðingafélaginu á árinu 2013, að ábendingu skólastjórnenda fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og fyrir að hafa aukið hróður Tónlistarskóla Ísafjarðar.  Hún er dóttir Margrétar Geirsdóttur og Marzellíusar Sveinbjörnssonar.
Húsið opnar kl. 14:30.

Verð kr. 2.000.-

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórnin

26.9.2013 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun