Póstur frá Jóni Aðalbirni...

Ég vil í fyrsta lagi lýsa yfir gleði minni með kvæðið hans Matthíasar. Ég er búinn að lesa það nokkrum sinnum, það hittir nákvæmlega í mark, og ég efast ekki um að þeir eru margir brottfluttu Ísfirðingarnir, sem láta hugann reika heim við lestur þess. Hafi hann bestu þökk fyrir.

Varðandi Kubbann. Heima hjá mér var hann aldrei kallaður annað en Kubbinn, þó hélt eitt systkina minna nú nýverið vegna fréttar í sjónvarpinu, að hann hefði heitið Kubbur, eitthvað hefur það ekki farið rétta boðleið til hennar hvað fjallið héti.

Pabbi minn var alinn upp í Engidal, og kunni skil á öllum hæðum klettum og örnefnum í nágrenninu. Hann sagði að efsti og fremsti hluti fjallsins héti Kubbi, og beygðist í samræmi við það. En það er ekki við Matthías að sakast um þetta, fjöldi Ísfirðinga og þá helst yngra fólk heldur að hann heiti Kubbur.

En annað skemmtilegt sá ég í kvæðinu, sem pabba mínum hefði fundist skemmtilegt. Hann hélt því nefnilega fram að dalurinn héti Dögurðardalur, og það var mér kennt bæði heima hjá mér og í barnaskóla, og stendur skýrum stöfum á kortinu hans Jóns Hróbjartssonar, sem sýnir vesturhluta Vestfjarðaskagans og hann notaði þá við kennsluna.

Með bestu kveðju, Jón Aðalbjörn.
15.4.2009 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun