Sólkveðjukaffi Ísfirðinga 25. september 2011 frá kl.14 - 17

Kæru félagsmenn og aðrir gestir.
Sú nýlunda verður höfð á Sólkveðjukaffi Ísfirðinga að þessu sinni að færa dagskrána í bæinn. Með því skapast skemmtilegt tækifæri á að gera sér ferð í miðborgina og tengja komuna á kaffið við fleira skemmtilegt. Hvað er meira viðeigandi en að við hittumst í Sjóminjasafninu í Víkinni?

Klukkan 14:00 getur fólk valið um skemmtilega leiðsögn Ólafs Vals Sigurðssonar, fyrrverandi skipherra um varðskipið Óðin sem liggur við bryggjuna við safnið eða leiðsögn um safnið sjálft.
Klukkan 15:00 hefst svo samsætið þar sem boðið verður upp á kaffi og pönnukökur og Sigurður Pétursson, sagnfræðingur flytur erindi.

Verð í leiðsögn um varðskip eða safn: 700.- kr
Kaffi og pönnukökur: 1.000.- kr
Kaffi, pönnukökur og leiðsögn: 1.700.- kr

Sigurður Pétursson sagnfræðingur flytur erindi úr völdum köflum úr bók sinni sem kom út síðastliðið vor:
Vindur í seglum. Saga Verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum 1. bindi, 1890-1930.
Erindið kallar Sigurður: Stórveldistími Ísafjarðar.
Það fjallar um tímabilið 1890-1930, þegar Ísafjörður var með stærstu bæjum á landinu og í forystu á mörgum sviðum atvinnulífs, félagsmála og menningar.

Þetta passar ágætlega inn í staðsetninguna í Sjóminjasafninu Vík.
Þetta er tímabil saltfisksins, sem gerði okkur rík!, skútutímans, vélabátabyltingarinnar og uppkomu verkalýðshreyfingarinnar. En líka bæjarmenningar með félögum og klúbbum, lúðrasveit og leiklist, góðtemplurum og góðborgurum.

Frétt um útkomu bókarinnar í apríl/maí má finna á eftirfarandi slóðum:
http://www.skutull.is/frettir/Vindur_i_seglum_Fyrsta_bindi_sogu_verkalydshreyfingar_a_Vestfjordum_komid_ut

http://www.skrudda.is/baekur.aspx?id=204

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórnin

16.9.2011 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun