Sólarkaffi 2011 - Föstudaginn 28. janúar – Hilton Nordica

Gleðilegt nýtt ár, kæri félagsmaður í Ísfirðingafélaginu!

Þá er loksins komið að því, nú styttist í sólarkaffi enn á ný og raunar sjaldan verið jafn kærkomið og nú að sjá sólina hækka á lofti með von um betri tíð með blóm í haga. Því skulum við fjölmenna á sólarkaffi í ár og njóta þess að hitta gamla vini og vandamenn.

Sólarkaffi 2011 verður haldið föstudaginn 28. janúar á Hilton Nordica Reykjavík. Dagskrá kvöldsins verður glæsileg en um leið með nokkuð hefðbundnu sniði. Ræðumaður kvöldsins verður Sirra Gríms, happdrættið sívinsæla verður á sínum stað og að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á lifandi tónlistaratriði að heiman. Ísfirðingarnir Skúli mennski tónlistarmaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leik- og söngkona halda dagsskránni saman, bregða á leik og bresta í söng. 

Húsið opnað, opinn bar og lifandi tónlist frá kl. 20:00

Sólarkaffi 2011 hefst um kl. 20.45

Athugið að miðar verða seldir á www.midi.is. Forsala aðgöngumiða verður á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 22. janúar kl. 13.00-15.00. Frá sama tíma verður einnig hægt að kaupa miða á midi.is og á útsölustöðum þeirra, þ.e. í bókabúð Máls og Menningar Laugavegi og í Brim í Kringlunni. Síðan verður miðasala við innganginn 28. janúar frá kl. 19.55.

MIÐAVERР – 4.500 KR.

Fyrstur kemur – fyrstur fær – munið www.midi.is

Pönnukökurnar í fyrra voru frábærar, bakaðar á staðnum af veitingamönnum Hilton Nordica og verður leikurinn endurtekinn í ár með pönnukökubakstri á staðnum!
4.1.2011 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun