Fögnum sumri, gleðjumst saman og skundum í Ísfirðingamessu sunnudaginn 20. maí kl. 14.00. Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður að vanda í Neskirkju.
Ísfirðingarnir
sr. Örn Bárður Jónsson og nýkjörinn biskup Íslands,
sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sjá um messugjörð.
Hnausþykkar hnallþórur og hitaeiningaríkar brauðtertur verða á boðstólum í kirkjukaffinu sívinsæla að messu lokinni. Síðdegis, um kl. 1600, verður á sama stað, þe. í safnaðarheimili Neskirkju, haldinn aðalfundur Ísfirðingafélagsins. Bara gaman. Ísfirðingar nær og fjær eru hvattir til að fjölmenna í messu, taka með vini og vandamenn og njóta þess að hittast á góðum degi með enn betra fólki.