Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á Grand Hótel Reykjavík, 25. janúar 2013.

Sælir Ísfirðingar og aðrir velunnarar Ísfirðingafélagsins. Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið föstudaginn 25. janúar 2013, í hinum glæsilega veislusal Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. Húsið opnar kl. 19:30. Borðhald hefst kl. 20:00. Veislustjóri verður Dýrfinna Torfadóttir, Dídí Torfa gullsmiður, hönnuður og spjótkastari. Ræðumaður kvöldsins verður Hrólfur Ólafsson, Hlíðarvegspúki, skipstjóri og gleðipinni. Lára Rúnars flytur nokkur lög. Happdrættið og söngurinn verður á sínum stað í dagskránni. Hljómsveitin Trap, Diddi Hermanns, Rúnar Þór, Reynir Guðmunds, Stebbi Símonar og Örn Jóns leika fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir verður laugardaginn 19. janúar kl. 14:00 – 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Miðaverð kr. 4.000.- Grand Hótel Reykjavík býður tilboð á gistingu í sambandi við Sólarkaffið, tveggja manna herbergi með morgunmat kr. 13.800.- nóttin. Þeir sem ætla að nýta sér tilboðið á hótelinu, vinsamlegast tilkynni við bókun að gisting sé í tengslum við Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins. Nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi. Eins og venjulega verður selt inn eftir kl 22:00 og kostar miðinn á ballið 2000 kr. Stjórnin
20.12.2012 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun