Vestanpósturinn kominn!

Ársrit Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, er kominn út og er blaðið í ár sem aldrei fyrr sneysafullt af efni tengdu Ísafirði og Ísfirðingum. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Arnar Geir Hinriksson, gluggað í kostulegt ljósmyndasafn Jóns Aðalbjörns, ræða Sirru Gríms og myndir frá sólarkaffi félagsins, ræða Möggu Óskars frá sólkveðjukaffinu í haust, æskuminningar Dísu Gríms, Vegapúka, Spessi á æskuslóðum, minningarbrot frá sumrinu 1974 og margt fleira.

Blaðið hefur verið sent félagsmönnum Ísfirðingafélagsins. Það er einnig selt í Hamraborg og í vefbókabúðinni www.panama.is. Ritstjórar eru Jakob Falur Garðarsson og Páll Ásgeir Ásgeirsson.

14.4.2011 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun