Jólakort Ísfirðingafélagsins 2011

Kæri félagi og velunnari Ísfirðingafélagsins,
Hefð hefur skapast fyrir útgáfu jólakorts Ísfirðingafélagsins. Jólakortið í ár prýðir ljósmynd af Hafnarstrætinu með Silfurtorgið og Bókhlöðuna í forgrunni og Eyrarfjall gnæfir yfir í baksýn. Myndin er eftir þúsundþjalasmiðinn Halldór Sveinbjörnsson. Í ár, líkt og í fyrra, sendir félagið nú öllum félagsmönnum tíu jólakort ásamt greiðsluseðli. Greiðsluseðillinn mun koma fram í heimabönkum fólks, en ógreiddir seðlar verða sjálfkrafa felldir niður 1. maí 2012. Þeir félagsmenn sem vilja, geta því stutt við starf félagsins með því að greiða meðfylgjandi seðil.
19.12.2011 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun