Fyrstu vikuna í maí bjóðum við upp á vorferð eldri borgara til Ísafjarðar. Ferðin er kjörin fyrir pör eða hópa sem vilja komast úr skarkala borgarinnar og gera sér dagamun í faðmi fjalla blárra.
Gist er á Hótel Ísafirði, í hjarta bæjarins. Hótelið er búið góðum og þægilegum herbergjum með útvarpi, sjónvarpi og kaffisetti.
Veitingastaðurinn við Pollinn, á fyrstu hæð hótelsins, er notalegur og þar er boðið upp á ríkulegan morgunverð og góða kvöldverði.
Stutt er í alla þjónustu og gaman að spássera um miðbæinn, skoða í búðir, rölta niður að höfn eða virða fyrir sér gömlu húsin á Eyrinni sem mörg hafa verið gerð listilega upp.
Þeir sem vilja láta dekra frekar við sig geta pantað hársnyrtingu, hand- eða fótsnyrtingu, nudd eða annað á stofum bæjarins.
Dagsetning: Mánudagurinn 3. maí til fimmtudagsins 6. maí 2010.
Verð á mann: 63.000 kr miðað við tveggja manna herbergi. 9.000 kr aukagjald fyrir einstaklingsherbergi.
Lágmark: 10. Ef þú/þið eruð færri endilega verið í sambandi við okkur, það getur verið að fleiri hafi bókað.
Innifalið:
- Flug til og frá Reykjavík.
- Gisting og morgunverður í þægilegum herbergjum á Hótel Ísafirði í þrjár nætur.
- Þrír kvöldverðir á nýuppgerðum veitingastað Hótels Ísafjarðar.
- Akstur til og frá flugvelli á Ísafirði
- Morgunganga alla morgna fyrir þá sem þess óska.
- Val um að fara í jóga fyrir eldri borgara hjá Mörthu Ernstdóttur 2 morgna.
- Skoðunarferð með leiðsögn um Ísafjörð og Bolungarvík með viðkomu í Einarshúsi, þar sem saga hússins er sögð.
- Bátsferð í Vigur. Kaffi og heimabakað bakkelsi í Viktoríuhúsinu.
- Skoðunarferð í Safnahúsið á Ísafirði, staðsett í gamla sjúkrahúsinu. Á leiðinni verður kirkjan og altaristaflan "Fuglar himinsins" skoðuð. Í Safnahúsinu verðu saga hússins rakin. Einnig komið við í Mánagötu 5, sem áður hýsti elliheimili og þar á undan sjúkrahús bæjarins.
- Heimsókn eldri borgara, tekinn snúningur við harmoníkuspil.
- Eftir kvöldmat verður boðið upp á spilavist eða upplestur úr bókum sem tengjast svæðinu.
Allar nánari upplýsingar og pantanir hjá
Kristjönu Millu, Vesturferðum.
Sími: 456-5111. Farsími: 690-3010
Tölvupóstur:
milla@vesturferdir.is