Aðalfundur Ísfirðingafélagsins var haldinn í dag, sunnudag, í safnaðarheimili Neskirkju, í kjölfar kirkjuhátíðar Ísfirðingafélagsins. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf. Jakob Falur, formaður félagsins, gerði grein fyrir starfsemi félagsins og fór yfir reikninga þess. Fyrir fundinn hafði Jakob lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér sem formaður, þó hann gæfi áfram kost á sér í stjórn félagsins, og því lá ljóst fyrir að á fundinum yrði kosinn nýr formður. Áróra Gústafsdóttir (von Þvergata) gaf kost á sér til formennsku nokkru fyrir aðalfund og var formlega kosin sem formaður Ísfirðingafélagsins á aðalfundinum í dag. Að öðru leiti varð ekki breyting á stjórn félagsins, því allir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.