Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið 25 október kl 15:00 - 17:00 í safnaðarheimili Neskirkju.

Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkennari og skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur erindi sitt „Viljinn til að hafa áhrif“ sem fjallar um þegar Andrea Friðrikka Guðmundsdóttir, saumakona á Ísafirði fór á kjörstað fyrir 130 árum til að kjósa, til að hafa áhrif og leggja lóð sitt á vogarskálarnar fyrir betri og bjartari framtíð fyrir þjóðina.

Sigríður flutti erindið sem hátíðarræðu 17. júní s.l. á Ísafirði og fékk mikið lof fyrir skemmtilega ræðu og góða skemmtun.

Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði frá heimaslóðum en listamaðurinn að þessu sinni er Bergrós Halla Gunnarsdóttir ( 20 ára dóttir Gunnars Theódórs og Elínar Huld, barnabarn Steina Jóakims og Bríetar, svo því sé haldið til haga)

Glæsilegt kaffihlaðorð á 2200 kr / mann.

Kæru Ísfirðingar, fjölmennum og skemmtum okkur saman.
Stjórnin

9.10.2015 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun