Sólarkaffi 31. janúar 2015 - í Hörpu

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður í Hörpunni, laugardaginn 31. janúar nk. Mikið verður um dýrðir að þessu sinni enda fagnar félagið 70 ára afmæli í ár. Ræðumaður kvöldsins verður Ísfirðingurinn Eiríkur Böðvarsson. Sunnukórinn syngur nokkur lög og Örn Árnason og Jónas Þórir eru á meðal skemmtikrafta kvöldsins. Veislustjóri kvöldsins verður Dagný Björk Pjétursdóttir, danskennari. Þá mun hljómsveitin Grafík leika fyrir dansi.

Það kostar kr. 6.000.- á sólarkaffið og kr. 3.000.- á ballið.

Forsala aðgöngumiða og borðapantanir laugardagana 17. og 24. janúar kl. 14-16 í Hörpunni.
Miðar verða líka til sölu í Hamraborg, Ísafirði frá laugardeginum 17. janúar kl. 14:00, borðapantanir á sigurdasigurdardottir@gmail.com

Símasala í síma 895-2922 laugardagana 17. og 24. janúar kl. 14 – 16 og virka daga 19. – 30. janúar kl. 14 – 16.

Flugfélag Íslands
er með glæsileg tilboð á flugi frá Ísafirði tengt Sólarkaffinu - Smellið hér

Grand Hótel Reykjavík býður eins og tveggja manna herbergi í tengslum við sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á kr. 16.120.- nóttina.  Innifalið er morgunverður, WIFI og aðgangur að líkamsrækt.



	
19.12.2014 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun