Við brautskráningu frá Grunnskólanum á Ísafirði þriðjudaginn 5. júní s.l., veitti Ísfirðingafélagið Elenu Dís Víðisdóttur sérstök verðlaun og heiðursviðurkenningu fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagslífi skólans.
Til verðlaunanna var stofnað í minningu Hannibals Valdimarssonar, sem m.a. var að góðu kunnur fyrir fórnfús störf að félagsmálum.