Frábær skemmtun á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins

Stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar fyrir frábæra skemmtun á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á Grand Hótel Reykjavík í gærkvöldi.
Lára Rúnars startaði fjörinu með laginu In Between af plötu sinni Surprise, flutti síðan lagið Presley eftir föður sinn Rúnar Þórisson og lauk flutningi sínum með laginu Victory sem er á nýjustu plötu hennar Moment. Sannarlega glæsilegur tónlistarmaður þar á ferð.
Hrólfur Ólafsson, ræðumaður kvöldsins naut sín sannarlega í ræðustól, fór á kostum og veislugestir veltist um af hlátri. Hann fór um víðan völl, sagði frá heimilislífinu á heimili forelda og systkina á Hlíðarveginum, sögur af sjónum og samferðafólki sínu. Frábær flutningur og frábær skemmtun.
Hljómsveitin Trap spilaði síðan fyrir dansi og gestir tóku svo sannarlega vel við sér undir frábæru lagavali og flutningi hljómsveitarinnar. Skemmtileg sviðsframkoma skólahljómsveitarinnar, nánd og kunningsskapur ásamt skemmtilegri dagskrá var til þess að gestir dönsuðu frá fyrsta lagi þar til ballið var búið.
 Allt fór þetta vel fram undir röggsamri stjórn Dídí Torfa sem skemmti gestum milli dagskráliða með sögum og bröndurum og fór ræðumaður kvöldsins, Hrólli Óla ekki varhluta af, enda þekkir Dídí kauða vel. Stjórn Ísfirðingafélagsins þakkar öllum veislugestum kærlega fyrir komuna og þakkar stuðningsaðilum við Sólarkaffið kærlega fyrir veittan stuðning. Og nú er bara að láta sér hlakka til næsta sólarkaffis Ísfirðingafélagsins.

Bæjarins besta ( bb.is ) hefur sett upp fjölda skemmtilegra mynda frá skemmtuninni á vefsvæði sitt. Smelltu hér til að skoða.

Hér er slóð á myndband af stórskemmtilegri ræðu Hrólfs Ólafssonar sem tekið vár og sett á Youtube af Jónu Halldórsdóttur. Smellið hér.

Skemmtum okkur saman.
Ísfirðingafélagið
28.1.2013 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun