Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins

Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins

Tími: Sunnudagur 19. október 2014, kl. 15:00 – 17:00

Staður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 30, Reykjavík.

Sérstakur gestur: Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.

Kæru Ísfirðingar og aðrir landsmenn

Sólkveðjukaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Reykjavík,

sunnudaginn 19. október 2014, kl. 15:00 - 17:00 Boðið verður upp á tónlistaratriði, fyrirlestur, kaffi,

pönnukökur og annað meðlæti.

Sérstakur gestur á sólkveðjukaffinu verður Sigurður Pétursson, sagnfræðingur. Sigurður mun segja frá

og kynna bók hans og Sigurjóns Sigurðssonar, “Húsin í bænum”. Í kynningu frá Eymundsson segir um

bókina:

Þegar komið er til Ísafjarðar vekur mikill fjöldi gamalla húsa strax athygli. Gamla byggðin hefur varðveist

þar betur en víðast annars staðar á Íslandi. Í þessari bók er fjallað um þessi hús í stuttu máli, uppruna

þeirra og sögu. Mynd fylgir hverju húsi. Bókin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

Fréttir um bókina er að finna á:

http://www.skutull.is/frettir/Gengid_um_gotur_sogunnar_Husin_i_baenum_-_Isafjordur

http://bb.is/Pages/120?NewsID=188639

Ungstirnin og Ísfirðingarnir, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir og Halldór Smárason munu töfra fram fagra

tóna úr hljóðfærum sínum. Þau hafa bæði, eins og kunnugt er, getið sér gott orð fyrir fingrafimi sína

og snilld á tónlistarsviðinu hvort á sitt hljóðfærið, Geirþrúður Ása á fiðlu og Halldór á píanó. Það verður

enginn svikinn af samleik þeirra.

Verð kr. 2.500.-

Allir Ísfirðingar og áhugafólk um gamlar byggðir, byggingar og góða tónlist eru velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórnin

14.10.2014 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun