Messa og aðalfundur

Fögnum sumri, gleðjumst saman og skundum í Ísfirðingamessu sunnudaginn 22. maí kl. 14.00. Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður að vanda í Neskirkju. 
Sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Sveinbjörn Bjarnason sjá um guðsþjónustuna, Steingrímur Þórhallsson sér um orgelleik og Þórarinn J. Ólafsson mun syngja einsöng. Gaman er að geta þess að Þórarinn er barnabarnabarn Karlinnu Jóhannesdóttur og Jóns Jónssonar klæðskera. Þá mun að vanda kór Ísfirðingafélagsins sjá um söng við messuna.

 

Hnausþykkar hnallþórur og hitaeiningaríkar brauðtertur verða á boðstólum í kirkjukaffinu sívinsæla að messu lokinni. Síðdegis, um kl. 1600, verður á sama stað, þe. í safnaðarheimili Neskirkju, haldinn aðalfundur Ísfirðingafélagsins. Bara gaman. Ísfirðingar nær og fjær eru hvattir til að fjölmenna í messu, taka með vini og vandamenn og njóta þess að hittast á góðum degi með enn betra fólki.

9.5.2011 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun