Leiðrétting á grein í Vestanpóstinum 2010

Félaginu hefur borist eftirfarandi athugasemd vegna greinar í nýjasta Vestanpósti:

Ég vil koma að leiðréttingu við formálann að greininni "Það er gaman að vera gamall" sem birtist í nýjasta Vestanpóstinum.

Þar er ranglega farið með það að Hjörtur Kristjánsson, sem var trésmiður á Ísafirði og bróðir minn og Páls, hafi oftast verið nefndur Hjörtur Stapi. Það var hins vegar systursonur okkar, Hjörtur Bjarnason, sem oftast var kallaður Hjörtur Stapi. Vinsamlegast leiðréttið þessa rangfærslu í næsta Vestanpósti og birtið hana á vefsíðu Ísfirðingafélagsins.

Með bestu kveðju

systir Páls og Hjartar

Anna Sigríður Kristjánsdóttir

Ritstjórn Vestanpóstsins biðst velvirðingar á þessum mistökum.

7.4.2010 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun