Skíðavika 2009 og stuð í Sóltúnum

Það verður sannarlega mikið um að vera í húsi Ísfirðingafélagsins á Skírdagskvöld, en þá stendur félagið í samstarfi við Skíðafélag Ísafjarðar fyrir snjóbrettastökki í bæjarbrekkuni. Áhorfendum verður boðið upp heitt kakó og piparkökur í garðinum við Sóltún og ef veður leyfir verður útbúinn snjóbar og leikin tónlist í anda ungmenna sem hafa tekið þessa vetraríþrótt ástfóstri. Er það von okkar að Sóltún verði í bakgrunni iðandi mannlífs eina kvöldstund og eins að brottfluttir komi saman með heimamönnum til að gera viðburðinn sem skemmtilegastan. Bæjarbúar og gestir á Skíðaviku eru hvattir til að fjölmenna í bæjarbrekkuna á Skírdagskvöld því hægt er að fullyrða að þar verður mikið fjör - og mikið gaman!

25.3.2009 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun