Nýtt og spennandi með hækkandi sól.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík fer fram föstudaginn 27. janúar í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.
Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í bland við góðar hefðir. Í takt við tímann og óskir félagsmanna verður dagskráin frjálslegri. Ekki verður raðað til borðs heldur frjálst að velja sér sæti eða að vera laus og liðugur. Ekki verða sæti fyrir alla heldur gert ráð fyrir að þeir sem þurfa sæti fái sæti, aðrir geti staðið eða fengið sæti annarsstaðar í húsinu. Með þessu er ætlunin að skapa huggulega heimilislega stemmningu þar sem fólk hittir fleiri.
Ræðumaður kvöldsins verður Haraldur Leifsson.
Tónlistin verður að vanda í höndum heimamanna og veislustjórinn er sjálfur tónlistarmaðurinn, bóksalinn og fyrrum varabæjarfulltrúinn Kristján Freyr Halldórsson.
Dagskrá:
20:00: Húsið opnar, pönnukökur og kaffi. Tilboð á barnum (léttvín og bjór á 600kr. til 22:00)
20:40: Dagskrá hefst
22:30: Dansleikur (Sveitaball).
Miðaverð: 2500, innifalið: Kaffi og pönnukökur eins og fólk getur í sig látið, skemmtun og dansleikur.
Forsala í Iðnó milli 13 og 15 á laugardag.
Svo er opið alla daga í Iðnó milli 11 og 16.
ATH að hægt er að hringja í síma 562-9700