Sælir Ísfirðingar og aðrir velunnarar Ísfirðingafélagsins.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið föstudaginn 24. janúar 2014, í hinum glæsilega veislusal Gullteig á Grand Hótel Reykjavík.
Húsið opnað kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00
Ball kl. 23:00 – 01:00
Veislustjóri Konni Eyjólfs, prakkari og frændi ræðumanns.
Helgi Björns flytur nokkur lög.
Ræðumaður kvöldsins Bjarndís Friðriksdóttir, Didda málara, Hlíðarvegspúki, málari og gleðigjafi.
Happdrætti tengt aðgöngumiðum, glæsilegir vinningar.
Hljómsveitin Trap, ásamt gestum leikur fyrir dansi.
Forsala aðgöngumiða og borðapantanir, laugardaginn 18. janúar kl. 14:00 – 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Miðaverð á Sólarkaffi kr. 4.500.-
Miðaverð á ball kr. 2.000.-
Grand Hótel Reykjavík verður með tilboð á gistingu og Flugfélag Íslands verður með tilboð á flugi í tilefni af Sólarkaffinu. Þeir sem ætla að nýta sér þessi tilboðið, vinsamlegast tilkynni við bókun tengingu við Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins.
Nú gleðjumst við saman í góðra vina hópi.
Stjórnin