ÍSFIRÐINGAMESSA SUNNUDAGINN 12. MAÍ 2013

Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður haldin í Neskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 14.00. Guðsþjónusta félagsins hefur undanfarin ár verið sungin í Neskirkju, í góðu samstarfi við sóknarprestinn ísfirska, sr. Örn Bárð Jónsson.  Ísfirðingafélagið hvetur Ísfirðinga sem og aðra Vestfirðinga að fagna sumri, gleðjast saman og fjölmenna í Ísfirðingamessu í Neskirkju. Kirkjukór Ísfirðingafélagsins mun syngja við messuna.

Guðsþjónusta á vegum Ísfirðingafélagsins hefur fyrir margt löngu skipað fastan sess í starfi félagsins og hefur þátttaka í guðsþjónustunni undanfarin ár verið góð. Að messu lokinni er að vanda boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili Neskirkju. Ísfirðingar nær og fjær eru hvattir til að fjölmenna í messu, taka með vini og vandamenn og njóta þess að hittast á góðum degi með góðu fólki. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
6.5.2013 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun