Messa Ísfirðingafélagsins 2016 og aðalfundur
Hin árlega messa Ísfirðingafélagsins verður haldin í Neskirkju sunnudaginn 22. maí n.k. klukkan 11:00. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur í Ísafjarðarkirkju ásamt sr. Skúla Sigurði Ólafssyni sóknarpresti í Neskirkju sjá um messuna. Boðið verði upp á súpu og brauð gegn vægu gjaldi eftir messu. Kirkjukór Ísfirðingafélagsins syngur. Áhugasamir sem og nýir kórfélagar eru hvattir til að hafa samband við Báru Elíasdóttur, baraella@gmail.com, sími 865-6374.
Í framhaldi af messunni verður svo haldinn aðalfundur Ísfirðingafélagsins skv. venju.
11.5.2016 -