Frá ritstjóra Vestanpóstsins

Félagsmenn hafa nú fengið Vestanpóstinn 2009 sendan heim að dyrum og verður blaðið vonandi sem flestum til ánægju og yndisauka. Einn félagsmaður sendi félaginu línu til að þakka fyrir blaðið, en jafnframt til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með fjölda stafsetningarvilla í blaðinu. Ritstóri er mikill áhugamaður um gott mál og hefur litla þolinmæði gagnvart illa rituðu máli - og hvað þá röngu. Félagsmenn og lesendur blaðsins eru hér með beðnir afsökunar á öllum þeim stafsetningarvillum sem í blaðinu kunna að leynast. Ætíð getur gott batnað og skal betur rýnt í prófarkir að ári.
7.4.2009 -


Varðveitum upprunann

Við erum og verðum alltaf ísfirðingar!



 

Skráðu þig á póstlistann



Könnun